Álitaefni í heilbrigðisþjónustu: Staðgöngumæðrun

 

Siðfræðistofnun og Læknadeild HÍ efndi til hádegismálstofu um staðgöngumæðrun sem var hluti af röð málstofa undir yfirskriftinni Siðfræði og samfélag: álitaefni í heilbrigðisþjónustu. Málstofan var haldin í stofu 105 í Háskólatorgi 24. Október milli kl. 12:00-13:30.

Á málstofunni voru fluttir eftirfarandi fyrirlestrar:

Ástríður Stefánsdóttir, siðfræðingur  - „Er staðgöngumæðrun heilbrigðisþjónusta?“

Í þessu erindi var dregið fram hvaða vandi getur verið í því fólginn að bjóða upp á upp á staðgöngumæðrun sem hluta af heilbrigðisþjónustu. Færð voru rök fyrir því að slík sýn geti sjúkdómsvætt barnleysi og þannig aukið umfang vandans innan heilbrigðiskerfisins. Einnig geti þessi sýn ógnað grunngildum heilbrigðisþjónustunnar ásamt því að jaðarsetja mikilvæga þætti hinnar siðferðilegu umræðu um staðgöngumæðrun.

Snorri Einarsson, kvensjúkdómalæknir með sérhæfingu í ófrjósemi hjá ART Medica,-  „Hvað er staðgöngumæðrun og hvenær er hennar þörf?“

Í erindinu fjallaði Snorri um hvað staðgöngumæðrun er og hvenær væri til staðar ábending fyrir slíku úrræði. Fjallað var um efnið frá sjónarhóli ófrjósemislæknis og viðhorfa þeirra sjúklinga sem Snorri hitti í starfi sínu sem slíkur.

Ragnheiður I. Bjarnadóttir, fæðingalæknir – „Staðganga í velgjörðarskyni frá sjónarhorni fæðingalæknis.“

Fjallað var um ýmis álitamál sem geta komið upp á meðgöngu, í eða eftir fæðingu og sjónum beint að því hvernig tryggja mætti sjálfsákvörðunarrétt staðgöngumæðra.

Fundarstjóri var Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki.

 

Upptöku frá málstofunni má nálgast hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is