Ársfundir Siðfæðistofnunar

2018

 

Ársfundur Siðfræðistofnunar 2018 var haldinn föstudaginn 26. janúar í stofu 101 Odda, Háskóla Íslands og hófst kl. 15:30.

Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar, gerði grein fyrir starfsemi stofnunarinnar 2017. Hann reifaði jafnframt nokkur helstu siðferðilegu málefni sem settu svip sinn á síðastliðið á árið 2017, svo sem plastbarkamálið, siðferði í stjórnmálum og #metoo hreyfinguna.

Í framhaldi af siðfræðiannál Vilhjálms stýrði hann pallborðsumræðum um þessi mál þar sem þau Fanney Birna Jónsdóttir, ritstjóri, Henry Alexander Henrysson, heimspekingur, og Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, tóku þátt.

Glærur frá erindi Vilhjálms Árnasonar um starfsemi stofnunarinnar má finna hér.

Ljósmyndir frá fundinum má skoða hér

Glærur frá siðfræðiannál 2017 má finna hér.

 

2017

 

Ársfundur Siðfræðistofnunar 2017 var haldinn fimmtudaginn 5. janúar 2016 kl. 15:30 í Odda stofu 101.

Að loknum hefðbundnum ársfundarstörfum var athyglinni beint að dýravernd og siðferðilegum spurningum tengdum aðbúnaði dýra. Jón Á Kalmansson, heimspekingur fjallaði um efnið og síðan voru pallborðsumræður þar sem tóku þátt þau Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands og Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands.

Ljósmyndir frá fundinum má skoða hér

Glærur frá erindi Vilhjálms Árnasonar um starfsemi stofnunarinnar má finna hér

 

2016

 

Ársfundur Siðfræðistofnunar 2016 var haldinn miðvikudaginn 6. janúar kl. 15:30 í Norræna húsinu.

Á fundinum var fjallað um starf landsiðaráða í nágrannalöndunum (sbr. Etisk råd í Danmörku) og þá spurningu hvort stofna ætti sérstakt Landsiðaráð hér á landi.

Vilhjálmur Árnason fjallaði um hlutverk landsiðaráða á Norðurlöndunum og einnig var fjallað um verkefni Siðfræðistofnunar í því samhengi.

Í framhaldi erindisins voru pallborðsumræður þar sem þau Birgir Ármannsson, þingmaður, Birgir Jakobsson, landlæknir, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu ræddu málin. Salvör Nordal stýrði pallborðsumræðum.

Hljóðupptökur frá fundinum má nálgast hér.

Ljósmyndir frá fundinum má skoða hér.

Glærur frá erindi Vilhjálms Árnasonar má finna hér.

 

2014

 

Ársfundur Siðfræðistofnunar 2014 var haldinn föstudaginn 5. desember kl. 15:00 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Þar var gerð grein fyrir starfsemi stofnunarinnar á árinu en síðan hélt Ólafur Páll Jónsson, dósent á Menntavísindasviði erindi sem hann nefndi  "Lýðræði og siðfræði: Hvað geta skólar gert?". Á eftir erindi Ólafs Páls voru pallborðsumræður með kennurum í grunn- og framhaldsskólum.

 

2011

Ársfund Siðfræðistofnunar 2011 var  haldinn föstudaginn 9. desember kl. 15:15 í Þjóðarbókhlöðu. Þar gerði Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar, grein fyrir störfum hennar á liðnum árum og Sigurður Kristinsson, dósent við Háskólann á Akureyri hélt erindið "Fagmennska sem siðfræðilegt hugtak". Þá varð fagnað útgáfu tveggja nýrra bóka: Siðfræði og samfélag sem var greinasafn gefið út í tilefni 20 ára starfsárs Siðfræðistofnunar og Velferð og barna - gildismat og ábyrgð samfélags sem kom út fyrr á árinu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is