My search for Ethics - Erindi Vilhjálms Árnasonar á ráðstefnu Norræna fyrirbærafræðifélagsins, 23. apríl

Daganna 21. - 23. apríl fer fram ráðstefna Norræna fyrirbærifræðafélagsins, “Phenomenology and Beyond” í Háskóla Íslands. Á dagskrá ráðstefnunnar er fjöldi áhugaverða málstofa um margskonar efni.

Siðfræðistofnun vekur sérstaka athygli á erindi Vilhjálms Árnasonar, “My search for Ethics: From Existential Phenomology to Discourse Ethics and Back”, Laugardaginn 23. apríl kl. 11:30-12:45 í Odda 101

Í fyrirlestrinum mun Vilhjálmur ræða glímu sína við siðferðilegar spurningar í gegnum tíðina. Hann mun rekja feril hugsunar sinnar frá því að tilvistarstefna Sartres fangaði hann og tók breytingum fyrir áhrif fyrirbærafræðilegar greiningar Merleau-Pontys og heimspekilegrar túlkunarfræði Gadamers. Þessar pælingar leiddu inn á lendur gagnrýninnar kenningar og samræðusiðfræði Habermas, en jafnframt verða takmarkanir hennar greindar í ljósi hugmynda tilvistarstefnunnar um mannlegt hlutskipti.

Ókeypis er á öll erindi málstofunnar og er hún öllum opin.

Hér má nálgast heildardagskrá ráðstefnunnar:

https://nordicsocietyforphenomenology.files.wordpress.com/2016/04/nosp2016-22phenomenology-and-beyond22.pdf

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is