Nýtt rannsóknarverkefni: Notkun heilbrigðisupplýsinga í netheimum

Siðfræðistofnun er þátttakandi í rannsóknarverkefninu Notkun heilbrigðisupplýsinga í netheimum (Governance of Health data in Cyberspace) en verkefnið hefur fengið styrk að upphæð rúmlega 1,1 milljón evra frá Nordforsk úr áætluninni Society, Integrity and Cyber-security. Háskólinn í Oxford stýrir verkefninu en aðrir samstarfsaðilar koma frá háskólunum í Osló og Uppsölum. Verkefnið fjallar um notkun rafrænna heilbrigðisupplýsinga og samtengdra upplýsinganeta og verða m.a. greind þau siðferðilegu og lagalegu viðmið sem mestu skipta við varðveislu og notkun heilbrigðisupplýsinga; skoðuð sérstaklega ákveðin tilvik í hverju samstarfslandi þar sem tekist hefur verið á um notkun heilsufarsgagna; afstaða almennings og hagsmunaðila til persónuverndar greind með rýnihópum; og loks er ætlunin að gera tillögur um hvernig umhverfi eigi að búa þessum upplýsingum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is