Útgáfuhóf og fyrirlestur Øyvind Kvalnes: Smugur í siðferðinu - 9. nóvember

Øyvind Kvalnes dósent í viðskiptasiðfræði í Osló heldur fyrirlestur um smugur í siðferðinu. Fyrirlesturinn fer fram í  Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 9. nóvember og hefst kl. 16.

Í fyrirlestrinum verður fjallað siðareglur starfstétta og þá tilhneigingu að fylgja þeim bókstaflega og líta svo á að það sem ekki er sérstaklega nefnt í þeim sé siðferðilega heimilt.

Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni útgáfu bókar hans Siðfræði og samfélagsábyrgð í íslenskri þýðingu. Á eftir verður boðið uppá veitingar og bókin verður á sérstöku tilboði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is