Pálsvaka – heimspekispjall um menntun og menntastefnu, 25. apríl

25. apríl, 20:00 - 21:30, Hannesarholt 

Menntun og menntastefna: tvennt ólíkt? Pálsvaka er árlegt heimspekispjall til heiðurs Páli Skúlasyni, þar sem tekist verður á við málefni er tengjast heimspeki og samfélagi. Fyrirlesarar á þessarri fyrstu Pálsvöku verða Jón Torfi Jónasson, Kolbrún Þ.Pálsdóttir, Ólafur Páll Jónsson, Henry Alexander Henrysson og Jón Ásgeir Kalmansson.Páll Skúlason heimspekingur tók virkan þátt í að leggja hugmyndafræðilegan grunn að sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti, þar sem litið væri til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Hann var auk þess meðlimur í Menningarráði Hannesarholts frá upphafi og eru stofnendur honum ævinlega þakklát fyrir allan hans stuðning og framlag á mótunarárum Hannesarholts. Páll taldi mikilvægt að heimspeki nýttist fólki í daglegu lífi og væri öllum aðgengileg. Í minningu hans verður Pálsvaka haldin árlega að vori til í Hannesarholti í samstarfi við Siðfræðistofnun, en markmið Pálsvöku er að skapa vettvang fyrir málefni sem tengjast heimspeki og samfélagi.

Yfirheiti þessarar fyrstu Pálsvöku er Menntun og menntastefna: tvennt ólíkt? Fimm fyrirlesarar flytja stutt erindi sem bregða ólíkri birtu á þema kvöldsins. Að loknum erindum verða umræður. Meðal þeirra spurninga sem tekist verður á við er: Hvað einkennir menntastefnu hér á landi? Hvernig birtist menntastefna í skóla- og tómstundastarfi? Hverju þarf að breyta? Hverjir eiga aðild að því að móta menntastefnu? Hver eru tengsl menntunar og mannréttinda? Hver eru tengsl siðferðis og menntunar?

Fundarstjóri: Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla

Frummælendur:

Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, Hverju er brýnast að breyta í menntamálum og hverjir ættu að gera það?

Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu.

Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, Þegar verkin tala og þegar verkin þegja.

Henry Alexander Henrysson, heimspekingur, aðjúnkt við heimspeki- og sagnfræðideild HÍ, Verður menntun að vera alls staðar eins? Hugleiðingar um menntun sem mannréttindi.

Jón Ásgeir Kalmansson, siðfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands, Að næra brothætt lífsform. Um siðferðilegt ætlunarverk skóla.

Eftir óskum Páls er ókeypis aðgangur að heimspekispjöllum og þau öllum opinn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is