Ársfundur Siðfræðistofnunar - 26. janúar

Ársfundur Siðfræðistofnunar verður haldinn föstudaginn 26. janúar 2018 í stofu 101 Odda, Háskóla Íslands og hefst kl. 15:30.

Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar, mun gera grein fyrir starfsemi stofnunarinnar 2017. Hann mun jafnframt reifa nokkur helstu siðferðilegu málefni sem settu svip sinn á síðastliðið ár, svo sem plastbarkamálið, siðferði í stjórnmálum og #metoo hreyfinguna.

Í framhaldi af siðfræðiannál stjórnarformanns mun hann stýra pallborðsumræðum um þessi mál þar sem þátt taka þau Fanney Birna Jónsdóttir, ritstjóri, Henry Alexander Henrysson, heimspekingur, og Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is