Lífsiðfræðiráðstefna LÍ og WMA, 2.-4. júlí

Í næstu viku, dagana 2. – 4. október fer fram Síðfræðiráðstefna Læknafélags Íslands (LÍ) og Alþjóðalæknafélagsins (World Medical Association) í Hörpu. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á tengli á heimasíðu LÍ (www.lis.is) og þar eru nánari upplýsingar um dagskrána. Til umfjöllunar verða helstu siðfræðilegu viðfangsefni sem starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar þarf að takast á við. Má þar t.d. nefna:

•       Góðir starfshættir  – Genfaryfirlýsing WMA

•       Rannsóknir á mönnum - Helsinkiyfirlýsing WMA

•       Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu og meðferðarhindranir

•       Líknarmeðferð

•       Dánaraðstoð – skýrslur frá fundarlotum WMA í fjórum heimsálfum

•       Meðferð og eignarhald heilbrigðisupplýsinga

•       Gervigreind

•       Persónusniðin erfðaheilbrigðisþjónusta

•       Fósturgreining

•       Heilsugæsla óskráðra innflytjenda

•       Læknisþjónusta á átaka- og stríðshrjáðum svæðum

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is