Ábyrgð og traust – refsing og lærdómar - Heimspekispjall 1. nóvember

Hannesarholt og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands bjóða til heimspekispjalls undir yfirskriftinni: Ábyrgð og traust – refsing og lærdómarFrummælendur verða Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu og Dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þau munu kynna hugleiðingar sínar í framhaldi af rannsóknum á því hvernig brugðist var við í kjölfar hrunsins til að draga lærdóma af hruninu og endurheimta það traust sem hrundi með fjármálakerfinu 2008. Hverjir áttu að læra af þessu hruni og þá hvað? Hverjir áttu að axla ábyrgð og þá hvers konar ábyrgð? Hvernig er sambandið milli ábyrgðar og trausts?Ókeypis er inn á heimspekispjallið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is