Ársfundur Siðfræðstofnunar - Íslenskt lýðræði, 25. janúar

Ársfundur Siðfræðistofnunar verður haldinn í Odda 101 föstudaginn 25. janúar 2019 kl. 14.

Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður, gerir grein fyrir starfsemi stofnunarinnar 2018 og verkefnum framundan þar sem ráðgjöf til stjórnvalda er stór þáttur.

Að lokinni framsögu stjórnarformanns verður stutt kaffihlé og kl. 15 hefst kynning á útgáfu nýrrar bókar, Íslenskt lýðræði. Starfsvenjur, gildi og skilningur.

Þar eru birtar niðurstöður rannsóknarverkefnis sem unnið hefur verið á vegum Siðfræðistofnunar síðustu ár.
 

 

 

 

Höfundar segja stuttlega frá efni einstakra kafla:

 • Vilhjálmur Árnason: Greining á íslensku lýðræði. Um rannsóknarverkefnið
 • Ragnheiður Kristjánsdóttir: Lýðræðisbyltingin – á Bessastöðum
 • Salvör Nordal: Þjóðaratkvæðagreiðslur, forsetaembættið og stjórnarskráin
 • Guðmundur Jónsson: Lýðræðishugmyndir almennings fram að fjármálakreppunni
 • Gunnar Helgi Kristinsson: Sérstaða íslensks þingræðis
 • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir: Hugmyndin um eflingu þingeftirlits
 • Þorbjörn Broddason og Ragnar Karlsson: Íslenska fjölmiðlakerfið
 • Ólafur Páll Jónsson: Lýðræði og borgaravitund í íslenskri menntastefnu
 • Henry Alexander Henrysson: Hvað ætti að einkenna íslenskt lýðræði?
   

Að kynningum loknum verða pallborðsumræður um stöðu og verkefni íslensks lýðræðissamfélags.

Þátttakendur í pallborðinu verða þau Birgir Ármannsson (Sjálfstæðisflokki), Kolbeinn Óttarsson Proppé (VG), Hanna Katrín Friðriksson (Viðreisn) og Helgi Hrafn Gunnarsson (Pírötum).

Umræðum stýrir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði.

Öll velkomin.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is