Opinn fyrirlestur um siðfræði rannsókna

Fimmtudaginn 28. mars mun Hans van Delden, prófessor í heilbrigðissiðfræði við læknadeild Utrecht-háskóla í Hollandi, halda fyrirlestur í boði Siðfræðistofnunarum þátttöku almennings í rannsóknum (Community Participatory Research). Siðfræðileg viðmið um þetta efni hafa lítið verið rætt hérlendis, en þó er óvíða jafnmikil þátttaka almennings í heilbrigðis- og erfðarannsóknum. Þegar CIOMS-viðmiðin um siðfræði rannsókna á mönnum voru endurskoðaðar síðast var bætt inn kafla um þetta efni og leiddi Hans van Delden þá vinnu. 

Fyrirlesturinn verður í Hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu fimmtudaginn 28. mars og hefst kl. 12:00

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is