Afmælismálþing Siðfræðistofnunar 24.-25. maí

Siðfræðistofnun boðar til málþings í tilefni af 30 ára afmæli stofnunarinnar dagana 24.–25. maí. Sérstakur gestur málþingsins verður breski heimspekingurinn Jonathan Wolff, prófessor við Oxford háskóla, sem flytja mun opnunarfyrirlestur. Þrjár málstofur verða tileinkaðar viðfangsefnum sem Siðfræðistofnun hefur sérstaklega látið sig varða á þeim 30 árum sem stofnunin hefur starfað, auk þess sem málstofa verður helguð minningu Páls Skúlasonar fyrrverandi rektors Háskóla Íslands og stofnanda Siðfræðistofnunar.

Málþingið er öllum opið og verður aðgangur ókeypis. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku hér fyrir 20. maí.

Nánari upplýsingar veitir Páll Rafnar Þorsteinsson (path@hi.is).

 

 

Dagskrá

 

Föstudagur 24. maí

 

Fundarstjóri: Vilhjálmur Árnason

 

13:00 Ávarp rektors Háskóla Íslands

 

13:10 Siðfræðistofnunm í 30 ár: Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnar Siðfræðistofnunar

 

13:40 Opnunarfyrirlestur: Jonathan Wolff, prófessor við Oxford háskóla*: Applied Philosophy Versus Engaged Philosophy

 

          14:45 kaffihlé

 

Málstofur

 

15:00‒16:45: Málstofa um náttúrusiðfræði:

 

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um loftslagsvána í íslensku samhengi

Stutt viðbrögð: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir

Almennar umræður

 

16:45: Stutt hlé

 

17:00‒18:45: Málstofa um viðskiptasiðfræði:

 

Henry Alexander Henrysson, heimspekingur: Skilningur, ábyrgð og skilningur á ábyrgð: Viðskiptasiðfræði á 21. öld

Stutt viðbrögð: Lára Jóhannsdóttir og Róbert H. Haraldsson 

Almennar umræður

 

20:00 kvöldverður 

 

Laugardagur 25. maí

 

Fundarstjóri: Sigurður Kristinsson 

 

9:15‒11:00: Málstofa í minningu Páls Skúlasonar:

 

Salvör Nordal, heimspekingur, Umboðsmaður barna: Menntaríkið og vandi samtímans

Stutt viðbrögð: Guðmundur Heiðar Frímannsson og Jón Á. Kalmansson

Almennar umræður

 

11:00 kaffihlé 

 

11:15‒13:00: Málstofa um heilbrigðissiðfræði:

 

Ástríður Stefánsdóttir, dósent í siðfræði: Er vegið að markmiðum læknislistarinnar?

Stutt viðbrögð: Svanur Sigurbjörnsson og Stefán Hjörleifsson

Almennar umræður

 

13:00 Málþingsslit: Páll Rafnar Þorsteinsson

 

 

* Jonathan Wolff er prófessor við Blavatnik School of Government og fellow við Wolfson College Oxford. Hann var áður prófessor í heimspeki University College London og forseti Hugvísindasviðs skólans. Wolff hefur einkum fengist við rannsóknir í siðfræði, stjórnmálaheimspeki og heilbrigðissiðfræði. Hann hefur á umliðnum árum í auknum mæli snúið sér að hagnýtum siðfræðilegum viðfangsefnum, siðfræði í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun og hefur m.a. gegnt ráðgjafahlutverki við bresk stjórnvöld um slík efni. Meðal bóka eftir Wolff má nefna: An Introduction to Political Philosophy (OUP 1996), Why Read Marx Today? (OUP 2002), Disadvantage (OUP 2007), Ethics and Public Policy: A Philosophical Inquiry (Routledge 2011), The Human Right to Health (Norton 2012) og An Introduction to Moral Philosophy (Norton 2018).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is