Hljóðupptaka af fyrirlestri Angus Dawson, "Matur, drykkur og farsælt líf"

 

Angus Dawson, prófessor í lífsiðfræði við lýðheilsudeild í Sydney, flutti fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar föstudaginn 18. mars í Odda stofu 201, milli kl. 12:00 – 13:00.

Ein af frumforsendum frjálslyndra stjórnmálakenninga er að ríkið eigi ekki að skipta sér að því hvernig við lifum lífi okkar (svo lengi sem athafnir okkar skaða ekki aðra). Þetta viðhorf er notað til að styðja þá hugmynd að það sé ranglátt að ríkið móti stefnu sem takmarki val okkar þegar kemur að neyslu matvæla. Í erindi sínu kannaði Dawson þessa hugmynd og færði rök fyrir því að hugmyndin um hlutleysi stjórnvalda væri í raun mun vafasamari en oft er talið og fæli í sér ýmsar gildishlaðnar forsendur sem efast mætti um. Því næst rak hann nokkrar ástæður þess að hugmyndin um hlutleysi ríkisins væri í raun ranglát og fjallaði um hvernig réttlæta mætti það að ríkið stuðlaði að farsælu lífi.
 

Angus Dawson - Matur, drykkur og farsælt líf: Hlutleysi ríkisins í stefnumótun á sviði lýðheilsu

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is