Hugsmíðar: lýðræði, frelsi og réttlæti

 

Mánudaginn 26. janúar, var málþingið "Hugsmíðar: lýðræði, frelsi og réttlæti" haldið í Hannesarholti

Tilefni málþingsins var útgáfa bókar Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki, sem nefnist Hugsmíðar. Í bókinni reifar Vilhjálmur hugmyndir sínar um brýnustu verkefni siðfræði og stjórnmálaheimspeki samtímans þar sem spurningar um einstaklingsfrelsi og félagslegt réttlæti eru í fyrirrúmi. Viðfangsefnin eru sprottin úr íslensku samfélagi og færir höfundur rök fyrir því að við séum langt frá því að tileinka okkur vandaða stjórnsiði.

Á málþinginu fluttu þau Bryndís Valsdóttir, Geir Sigurðsson og Þorgeir Tryggvason erindi um efni bókarinnar. Auk þess lögðu þau spurningar fyrir Vilhjálm um efni bókarinnar.

 

Hljóðupptökur frá málþinginu má nálgast hér

Nálgast má ljósmyndir frá málþinginu hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is