Í umræðunni

Hér birtast samantektir á siðferðislegum málum sem verið hafa efst á baugi í þjóðfélagsumræðunni á ýmsum tímum.

 

 

 

 

 

 

Staðgöngumæðrun

Talsverð umfjöllun hefur verið um staðgöngumæðrun á Íslandi i fjölmiðlum síðstu ár, sér í lagi vegna vinnu innan þingsins tengdri lögleiðingu hennar í velgjörðarskyni. Einnig hefur verið fjallað um mál einstaklinga á Íslandi sem hafa nýtt sér staðgönumæðrun þrátt fyrir að hún sé ólögleg hér á landi. Auk þess sem ýmsir aðilar hafa vakið athygli á siðferðislegum vandamálum staðgöngumæðrunar í fjölmiðlun. Hér má finna helstu innlendu fjölmiðlaumfjöllunina um staðgöngumæðrun.

 

 

 

 

 

 

 

Siðareglur ráðherra og þingmanna

Siðfræðistofnun stóð fyrir hádegismálstofu þriðjudaginn 12. maí 2015 undir yfirskriftinni "Siðareglur ráðherra og þingmanna: Möguleikar og markmið." Í aðdraganda og kjölfar hennar var nokkur fjölmiðlaumfjöllun um efni hennar. Hér má finna þá umfjöllun ásamt skjölum tengdum siðareglum ráðherra og þingmanna. Einnig má nálgast aðra fjölmiðlaumfjöllun um siðareglur þingamanna hérna, m.a. þá umfjöllun sem skapaðist vegna birtingar Panama-skjalanna í mars 2016.

 

 

 

 

 

 

Líknardráp

Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um þá spurningu hvort heimila eigi hér á landi beint líknardráp m.a. var haldið málþing um efnið á vegum Öldrunarráðs vorið 2014 og málþing á vegum Siðmenntar 26. janúar 2015. Hér má nálgast greinar og aðra umfjöllun sem birst hefur um þetta efni í fjölmiðlum síðustu misseri

 

 

 

 

 

 

Hvernig ber að nýta erfðaupplýsingar?

Hér má nálgast ýmsa umfjöllun um nýtingu erfðaupplýsinga á Íslandi.

 

 

 

 

 

 

Útkall - söfnun Íslenskrar erfðagreiningar á lífsýnum einstaklinga

Á sumarmánuðum 2014 skapaðist allnokkur umræða í fjölmiðlum um söfnun Íslenskrar erfðagreiningar á lífsýnum einstaklinga og sýndist sitt hverjum. Hér getur að líta samantekt (þó ekki tæmandi) á þessari fjölmiðlaumræðu

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is