Íslenskt lýðræði: Vandi þess og verkefni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á málstofunni, sem fór fram á hugvísindaþingi 16. mars 2013, voru markmið rannsóknarverkefnisins kynnt, þ.e. að leita dýpri og fjölþættari skýringa á þessari stöðu íslensks lýðræðis og að færa rök fyrir því hvernig styrkja megi lýðræðislega innviði samfélagins.

Íslenskar lýðræðishugmyndir, ríkjandi skilningur, starfsvenjur og gildi, voru skoðaðar út frá þrískiptingu Habermas á frjálslyndu, lýðveldissinnuðu og rökræðumiðuðu lýðræði og sú tilgáta kynnt að íslensk stjórnmálasaga frá lýðveldisstofnun byggi á blöndu af frjálslyndum og lýðveldissinnuðum skilningi á lýðræði. Rökræðumiðaður skilningur hafi á hinn bóginn verið sniðgenginn og það geti skýrt margt af því sem stendur íslensku lýðræði fyrir þrifum bæði fyrir og eftir hrun fjármálakerfisins.

Framsögur:

  • Vilhjálmur Árnason: „Rannsókn á íslensku lýðræði.“
  • Ragnheiður Kristjánsdóttir: „Lýðræðishugmyndir og lýðveldisstjórnarskráin.“
  • Ólafur Páll Jónsson: „Lýðræði og skóli.“
  • Þorbjörn Broddason og Ragnar Karlsson: „Fjölmiðlarnir og lýðræðið.“
  • Salvör Nordal: „Þátttaka almennings í mótun stjórnarskrár.“

Pallborðsumræðum stýrði Henry Alexander Henrysson

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is