Nám í siðfræði

 

Meistaranám í hagnýtri siðfræði

Hjá Sagnfræði- og heimspekideild er í boði 90 e meistaranám í siðfræði sem er opið fyrir alla þá sem lokið hafa háskólaprófi. 60 einingar eru teknar í námskeiðum og nemandi skrifar 30 eininga lokaritgerð á kjörsviði (viðskiptasiðfræði,heilbrigðis- og lífsiðfræði eða umhverfis- og náttúrusiðfræði)Í námið hafa sótt nemendur með fjölbreyttan bakgrunn s.s. viðskiptafræði, hjúkrunarfræði, kennaranám, læknisfræði, líffræði.

Nánari upplýsingar um meistaranám í hagnýtri siðfræði

 

Doktorsnám í hagnýtri siðfræði:
Nýhafið er 180e doktorsnám í hagnýtri siðfræði (Doctoral Program in Professional and Applied Ethics). Náminu er ætlað að veita doktorsnemum fræðilega þjálfun og búa þá undir vísinda- og ráðgjafarstörf, t.d. háskólakennslu eða sérfræðingsstörf hjá vísindalegum rannsóknastofnunum.

Nánari upplýsingar um doktorsnám í hagnýtri siðfræði í kennsluskrá Háskóla Íslands.

 

Diplómanám á meistarstigi í gagnrýnni hugsun og siðfræði

Diplómanám í gagnrýninni hugsun og siðfræði er 30 einingar og veitir nemendum hagnýta þjálfun í gagnrýninni hugsun og tækifæri til að efla siðferðilega dómgreind sína.

Nánari upplýsingar um diplómanám á meistarstigi í gagnrýnni hugsun og siðfræði

 

Ýmis námskeið

Finna má upplýsingar um einstök námskeið í siðfræði hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is