Nám í siðfræði

 

Meistaranám í hagnýtri siðfræði

Hjá Sagnfræði- og heimspekideild er í boði 90 e meistaranám í siðfræði sem er opið fyrir alla þá sem lokið hafa háskólaprófi. 60 einingar eru teknar í námskeiðum og nemandi skrifar 30 eininga lokaritgerð á kjörsviði (viðskiptasiðfræði,heilbrigðis- og lífsiðfræði eða umhverfis- og náttúrusiðfræði)Í námið hafa sótt nemendur með fjölbreyttan bakgrunn s.s. viðskiptafræði, hjúkrunarfræði, kennaranám, læknisfræði, líffræði.

Nánari upplýsingar um meistaranám í hagnýtri siðfræði

 

Doktorsnám í hagnýtri siðfræði:

Doktorsnám í hagnýtri siðfræði er þriggja ára alþjóðlegt, rannsóknatengt framhaldsnám. Námið er 180e til prófgráðunnar philosophiae doctor, Ph.D. Nám til doktorsprófs lýtur reglum um doktorsnám við Hugvísindasvið. Inntökuskilyrði er rannsóknatengt MA-próf á viðkomandi fræðasviði með fyrstu einkunn eða, eftir atvikum, sambærilegt próf í annarri tengdri grein. 

Markmið doktorsnáms í hagnýtri siðfræði er að veita doktorsnemum sem besta og víðtækasta vísindalega þjálfun og undirbúning undir vísindastörf á fræðasviði sínu, t.d. háskólakennslu eða sérfræðistörf hjá rannsóknastofnun. Nauðsynlegt er að þessi þjálfun taki mið af bakgrunni hvers nemanda og því fræðasviði sem hann vill sérhæfa sig á.

Nánari upplýsingar um doktorsnám í hagnýtri siðfræði í kennsluskrá Háskóla Íslands.

 

Gagnrýnin hugsun og siðfræði, viðbótardiplóma

Diplómanám í gagnrýninni hugsun og siðfræði er 30 einingar og veitir nemendum hagnýta þjálfun í gagnrýninni hugsun og tækifæri til að efla siðferðilega dómgreind sína.

Nánari upplýsingar um námið.

 

Ýmis námskeið

Finna má upplýsingar um einstök námskeið í siðfræði hér

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is