Í tilefni sextugsafmælis Vilhjálms Árnasonar í janúar 2013 var haldin viðamikil ráðstefna honum til heiðurs þar sem bæði erlendir og innlendir samstarfsmenn Vilhjálms fjölluðu um heimspeki hans og hugðarefni. Hér er að finna 13 greinar byggðar á erindum sem haldin voru á ráðstefnunni.
Vilhjálmur Árnason hefur kennt heimspeki við Háskóla Íslands frá árinu 1982 og verið afkastamikill kennari og fræðimaður, ekki síst á sviði stjórnmálaheimspeki og siðfræði, og er vel metinn á alþjóðlegum vettvangi fyrir skrif sín um lísiðfræði. Bók hans Siðfræði lífs og dauða, sem kom fyrst út árið 1993, er brautryðjandaverk og hefur verið undirstaða allrar kennslu í heilbrigðis og lífsiðfræði hér á landi. Þá gaf hann út árið 2008 yfirgripsmikið verk um helstu kenningar í siðfræði, Farsælt líf, réttlátt samfélag. Vilhjálmur hefur ætíð tekið virkan þátt í samfélagsumræðu um margvísleg siðferðileg álitaefni og lýðræði, ekki síst í kjölfar bankahrunsins en hann var formaður vinnuhóps um siðferði og starfshætti sem starfaði með rannsóknarnefnd Alþingis.
Bókin er gefin út af Siðfræðistofnun, Heimspekistofnun og Háskólaútgáfunni.