Panamaskjölin: Af hverju Ísland? Skattahagræði eða skattsvik?

 

Föstudaginn 29. apríl kl. 12:00-13:00 í Odda 101 við Háskóla Íslands fór fram opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, Lagastofnunar og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands undir forskriftinni "Panamaskjölin: Af hverju Ísland? Skattahagræði eða skattsvik?"

Á fundinum voru flutt þrjú stutt erindi og að þeim loknum fóru fram pallborðsumræður með öllum fyrirlesurum fundarins.

Aðalfyrirlesari fundarins var Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Í erindi sínu, "Tvöfaldur Íri, hollensk samloka og pósthólf á Tortólu" útskýrði hann ástæður þess að fjölþjóðafyrirtæki og forríkir einstaklingar stofna fyrirtæki í pósthólfi í litlum eyríkjum þó svo hagræn starfsemi sér þar engin.

Aðrir fyrilesarar voru:

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri.
Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Fundarstjóri var Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.

Hér má hlusta á upptökur af öllum fyrirlestrum fundarins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is