Pálsvaka - heimspekispjall um menntun og menntastefnu

 

 

Menntun og menntastefna: tvennt ólíkt? Pálsvaka er árlegt heimspekispjall til heiðurs Páli Skúlasyni, þar sem tekist verður á við málefni er tengjast heimspeki og samfélagi. Fyrirlesarar á þessarri fyrstu Pálsvöku  voru Jón Torfi Jónasson, Kolbrún Þ.Pálsdóttir, Ólafur Páll Jónsson, Henry Alexander Henrysson og Jón Ásgeir Kalmansson.

Yfirheiti þessarar fyrstu Pálsvöku var Menntun og menntastefna: tvennt ólíkt? Fimm fyrirlesarar fluttu stutt erindi sem bregða ólíkri birtu á þema kvöldsins. Að loknum erindum voru umræður. Meðal þeirra spurninga sem tekist var á við voru: Hvað einkennir menntastefnu hér á landi? Hvernig birtist menntastefna í skóla- og tómstundastarfi? Hverju þarf að breyta? Hverjir eiga aðild að því að móta menntastefnu? Hver eru tengsl menntunar og mannréttinda? Hver eru tengsl siðferðis og menntunar?

Fundarstjóri var Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla

Frummælendur voru:

Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, Hverju er brýnast að breyta í menntamálum og hverjir ættu að gera það?

Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Hugleiðingar um heildstæða menntastefnu.

Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, Þegar verkin tala og þegar verkin þegja.

Henry Alexander Henrysson, heimspekingur, aðjúnkt við heimspeki- og sagnfræðideild HÍ, Verður menntun að vera alls staðar eins? Hugleiðingar um menntun sem mannréttindi.

Jón Ásgeir Kalmansson, siðfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands, Að næra brothætt lífsform. Um siðferðilegt ætlunarverk skóla.

Upptökur frá ráðstefnunni má hlusta á hér.

Ljósmyndir frá ráðstefnunni má skoða hér.

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is