Laugardaginn 4. nóvember kl. 10:00 - 13:00 í Öskju, stofu 132, stóð Siðfræðistofun fyrir ráðstefnu um siðferði og íþróttir sem bar yfirskriftina "Ríkir gott siðferði í íþróttum?"
Þótt íþróttir tengist gjarnan ánægjulegum og eftirsóknarverðum eiginleikum þá er líka margt gagnrýnivert í íþróttum. Áhrif peninga og lyfja í heimi íþróttanna hafa stóraukist og viljinn til að sigra í leik og keppni freistar margra til að hafa rangt við. Einnig hafa spillingarmál ítrekað komið upp innan íþróttahreyfinga. Felur sannur „íþróttaandi“ í sér einhver siðferðileg gildi og er réttmætt að gera þá kröfu til íþróttamanna að þeir séu fyrirmyndir? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem ræddar voru á ráðstefnunni „Ríkir gott siðferði í íþróttum?“.
Jón Atli Benediktsson, háskólarektor, setti ráðstefnuna og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði samkomuna. Síðan fluttu þau Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, Sabína Halldórsdóttir, verkefnisstjóri UMFÍ, og Guðmundur Sæmundsson fv. aðjunkt MVS, framsögur um tengsl íþrótta og siðferðis. Að loknum framsögum ræddi fólk úr íþróttahreyfingunni um efnið í pallborði. Ráðstefnustjórar voru Samúel Örn Erlingsson, fv. íþróttafréttamaður og Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor.
Jón Atli Benediktsson - Setning
Guðni Th. Jóhannesson - Ávarp
Vilhjálmur Árnason - Siðfræði, siðferði, íþróttir
Sabína Steinunn Halldórsdóttir - Sýnum karakter
Guðmundur Sæmundsson - Afstaða almennings til íþróttasiðferðis
Panelsamræður um siðferði í íþróttum
Bryndís Valsdóttir - Samantekt umræðna og ráðstefnuslit