Pálsvaka 2018 - Hvert er erindi umhverfisheimspekinnar við Íslendinga?

 

Pálsvaka er árlegur viðburður að vori í Hannesarholti í samstarfi við Siðfræðistofnun til að heiðra minningu Páls Skúlasonar heimspekings. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir umræður um málefni sem tengjast heimspeki og samfélagi.

Pálsvaka 2018 fór fram í Hannesarholti, laugardaginn 21. apríl 2018 og bar yfirskriftina "Hvert er erindi umhverfisheimspekinnar við Íslendinga?"

Viðfangsefnið var sá heimspeki- og siðfræðilegi skilningur sem liggur til grundvallar umgengni okkar við náttúruna og afstöðuna til hennar. Undanfarið hefur umræða um náttúruna, verndun hennar, nýtingu og merkingu aukist í samfélaginu. Mikilvægt er að sú umræða eigi sér traustar fræðilegar stoðir. Í verkum Páls má finna mikilvæga leiðsögn í þeim efnum.
 

DAGSKRÁ:

10.00-10.10 Setning þings, fundarstjóri: Henry Alexander Henrysson

10.10-10.25 Ávarp: Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra

10.25-10.40 Að rækta eða glata samúðargáfunni – inngangserindi um náttúruhugsun Páls Skúlasonar: Jón Ásgeir Kalmansson

10.40-11.20 Fjölbreytni og tengsl í náttúrunni – mikilvægi heimsmyndar: Skúli Skúlason

11.20-12.00 Samvistarhyggja – heimspekileg hugleiðing um guði, mannfólk og dýr: Róbert H. Haraldsson

12.00-13.00 HÁDEGISVERÐUR

13.00-13.40 Brjáluð auðn – um táknmyndir, tengsl og trúnað í náttúrupælingum meistara Páls og lærisveina: Oddný Eir Ævarsdóttir

13.40-14.20 Fyrirbærafræði og fagurfræði umhverfis og náttúru (eða landslags): Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

14.20-15.00 Græn stjórnmál, gráa höndin og landslag umhverfismála á Íslandi: Þorvarður Árnason

15.00-15.20 KAFFIHLÉ

15.20-16.20 Pallborðsumræður, þátttakendur: Árni Finnsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Einar Jónsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Ólafur Páll Jónsson og Stefán Gíslason. Stjórnandi pallborðsumræðna: Salvör Nordal

16.20-16.30 Lokaorð: Mikael Karlsson

Hlusta má á upptökur frá ráðstefnunni hér

Ljósmyndir frá ráðstefnunni má skoða hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is