Íslenskt lýðræði. Starfsvenjur, gildi og skilningur
Kastljósinu er beint að starfsháttum og stefnumótun í stjórnmálum og færð rök fyrir því að brýnt sé að styrkja lýðræðislegar stofnanir og bæta stjórnsiði í ljósi hugmynda rökræðulýðræðis. Í bókinni fléttast saman heimspekileg hugtakagreining, sagnfræðileg rýni og félagsvísindalegar athuganir. Þessi aðferð, ásamt því að skoða lýðræði út frá vinnubrögðum og stjórnsiðum fremur en þátttöku borgaranna, er nýmæli í rannsóknum á íslensku lýðræði eftir hrun.
Á ársfundi Siðfræðistofunar föstudaginn 25. janúar kl 15 í Háskóla Íslands - Odda 101 verður bókin kynnt.
Höfundar segja stuttlega frá efni einstakra kafla:
- Vilhjálmur Árnason: Greining á íslensku lýðræði. Um rannsóknarverkefnið
- Ragnheiður Kristjánsdóttir: Lýðræðisbyltingin – á Bessastöðum
- Salvör Nordal: Þjóðaratkvæðagreiðslur, forsetaembættið og stjórnarskráin
- Guðmundur Jónsson: Lýðræðishugmyndir almennings fram að fjármálakreppunni
- Gunnar Helgi Kristinsson: Sérstaða íslensks þingræðis
- Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir: Hugmyndin um eflingu þingeftirlits
- Þorbjörn Broddason og Ragnar Karlsson: Íslenska fjölmiðlakerfið
- Henry Alexander Henrysson: Hvað ætti að einkenna íslenskt lýðræði?
Að loknum framsögum höfunda verða pallborðsumræður um íslenskt lýðræði með þátttöku nokkurra íslenskra stjórnmálamanna. Þátttakendur: Birgir Ármannsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Helgi Hrafn Gunnarsson. Pallborðinu stýrir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði.