Nordic Workshop on Democracy

Dagana 30. og 31 janúar 2014 var haldið málþing í Háskóla Íslands um norrænt lýðræði. Markmið þessa þverfaglega málþings var að skoða tengsl valds og lýðræðis á Norðurlöndum og bera saman lýðræðislega innviði þessara landa.

Opnunar fyrirlestur málþingsins var fyrirlestur Jørgen Goul Andersen "Lessons from the study of power and democracy in Denmark"

Jørgen Goul Andersen er einn aðalhöfunda rannsóknarskýrslu sem unnin var fyrir dönsk stjórnvöld árið 2003 um lýðræði og vald í Danmörku. Í fyrirlestri sínum fór hann yfir helstu niðurstöður skýrslunnar. Er óhætt að segja að skýrslan hafi vakið mikla athygli á sínum tíma og hafi enn mikið fram að færa fyrir rannsóknir á norrænu lýðræði. Engin sambærileg rannsókn hefur verið gerð um íslenskt lýðræði.

Aðrir fyrirlestrar málþingsins:

  • Vilhjálmur Árnason: „Democratic practices and norms in Iceland. The research project.“
  • Guðmundur Jónsson: „Iceland and the Nordic model of consensus democracy.“
  • Pauli Kettunen (Helsinki): „Conflict and consensus in Finnish democracy.“
  • Lars-Åke Engblom (Jönköping): „Media and Democracy in Scandinavia in a transformed Media Landscape.“
  • Ragnheiður Kristjánsdóttir: „Understandings of Icelandic democracy.“
  • Salvör Nordal: „Democratic lessons from the constitutional work in Iceland.“
  • Gunnar Helgi Kristinsson: „Icelandic legislation policy compared to working practices in Scandinavia.“
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir: „Government Accountability Mechanisms and Practices in Iceland.“

Í pallborði sátu Kristín Ástgeirsdóttir (sem stýrði umræðum), Páll Þórhallsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Hulda Þórisdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is