Ráðstefna um heimspeki Páls Skúlasonar

 

Dagana 27.-28. maí 2016 verður haldin, í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, ráðstefna um heimspeki Páls Skúlasonar. Á ráðstefnunni flytja innlendir og erlendir fræðimenn fjölbreytt erindi og huga að tengslum verka Páls við ólík hugðarefni og fræðasvið. Sérstök áhersla verður lögð á fjóra helstu þætti heimspeki Páls:

  • Náttúru og vitund,
  • Menntun og háskóla,
  • Siðfræði og lífsskoðanir og
  • Stjórnmál og rökvísi þeirra

Ókeypis verður á ráðstefnuna og hún opin öllum.

Að ráðstefnunni standa Siðfræðistofnun og Heimspekistofnun.

Heildardagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is