Sigurverk heilans - Hvernig geta listir dýpkað samfélagslega umræðu um vísindi?

 

Siðfræðistofun efndi til pallborðsumræðna og listviðburðar laugardaginn 13. febrúar í Listasafni Reykjavíkur kl 13:30.

Í umræðunum fengust, sérfræðingar á sviði taugaeflingar og félagsvísinda þau George Gaskell, prófessor í félagssálfræði við London School of Economics and Political Science, Judit Sándor, prófessor við stjónmálafræði- kynjafræði- og lögfræðideildir Central European University og Agnes Allansdóttir frá Toscana Life Sciences, við spurninguna „Hvernig geta listir dýpkað samfélagslega umræðu um vísindi líkt og taugaeflingu?“

Milli umræðna voru sýnd video-listaverk eftir Auði Önna Kristjánsdóttur, Fritz Hendrik Berndsen, og Minu Tomic og Gjörningaklúbbinn.

Umræðu- og fundarstjórar voru þau Jóhannes Dagsson, aðjúkt við Listaháskóla Íslands og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar

Viðburðurinn var liður í NERRI- rannsókninni (Taugaefling: Ábyrgar rannsóknir og nýsköpun).

 

Ljósmyndir frá viðburðinum má skoða hér.

Viðtal sem tekið var við Agnesi Allansdóttir í tenglsum við viðburðinn má lesa hér.

Útvarpsviðtal við Agnesi Allansdóttir í þættinum Harmageddon í tengslum við viðburðinn má hlusta á hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is