Þann 15. nóvember 2014 stóð Siðfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir opnu málþingi undir yfirskriftinni „Taugaefling og mörk mennskunnar“. Viðfangsefni málþingsins var rannsóknir og hugmyndir sem hverfast um að efla starfsemi heilans og taugakerfisins (neurological enhancement). Með útkomu nýrrar tækni bæði á sviði lyfja og annarra inngripa hafa spurningar um það hvort og þá hvernig æskilegt sé að hafa áhrif á starfsemi heilans orðið áleitnari.
Á málþinginu var fjallað um þessar spurningar. Þátttakendur á málþinginu voru m.a. þau María K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur, Hermann Stefánsson, rithöfundur, Magnús Jóhannsson, sálfræðingur, Kristinn Rúnar Þórisson, framkvæmdastjóri Vitvélastofnunar, og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar.
Dagskránni lauk með sýningu heimildarmyndarinnar Fixed þar sem er m.a. fjallað um hvað felist í heilbrigði og möguleikum á taugaeflingu.
Dagskrá:
13:00-13:20 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar
13:20-13:50 María K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur
13:50-14:20 Hermann Stefánsson, rithöfundur
14:20-14:50 Magnús Jóhannsson, sálfræðingur
15:00-15:15 Kaffiveitingar
15:15-16:00 Pallborð og umræður.
Kristinn R. Þórisson, framkvæmdastjóri Vitvélastofnunar, ásamt fyrirlesurunum Maríu K. Jónsdóttur, Hermanni Stefánssyni og Magnúsi Jóhannssyni.
16:15-17:00 Sýning á myndinni Fixed. The Science/Fiction of Human Enhancement
Hljóðupptökur af fyrirlestrum málþingsins má nálgast hér.
Nálgast má ljósmyndir frá málþinginu hér.