Tilraunalækningar og kukl

Siðfræðistofnun og Læknadeild HÍ efndu til hádegismálstofu um tilraunalækningar og kukl 5. apríl 2013. Málstofan hluti af málstofunröðinni "Siðfræði og samfélag: álitaefni í heilbrigðisþjónustu"

Fjallað var um mismuninn á tilraunameðferðum annars vegar og óhefðbundnum meðferðum eða kukli sem seld eru undir yfirskini vísinda hins vegar.

Talsvert er um að sjúklingar leiti erlendis í dýrar læknismeðferðir sem seldar eru undir yfirskini tilraunameðferða. Á málstofunni var rætt um hvernig megi greina á milli slíkra meðferða, og reynt var að varpa ljósi á ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna og fjölmiðla.

Fundar og pallborðsstjóri var Salvör Nordal

Efirfarandi erindi voru flutt á málstofunni:

Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild HÍ. "Hvernig aðgreinum við tilraunameðferðir frá kukli?"

Helgi Sigurðsson, prófessor í krabbameinslækningum við Læknadeild HÍ. "Misnotkun tilrauna í nafni læknisfræðinnar og ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna"

Róbert Haraldsson, prófessor við heimspekideild HÍ. "Ábyrgð fjölmiðla."

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is