Um stofnunina

 

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands er rannsóknar-, fræðslu- og þjónustustofnun og er meðal annars vettvangur þverfaglegs samstarfs á sviði siðfræði.

Hlutverk siðfræðistofnunar er:

  • að efla og samhæfa rannsóknir í siðfræði sem unnið er að við Háskóla Íslands
  • að stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda háskóla og aðra rannsóknaraðila á sviði siðfræði
  • að gefa út fræðirit, námsefni og kynna niðurstöður rannsókna í siðfræði
  • að veita upplýsingar og ráðgjöf um siðfræðileg efni
  • að vera tengiliður við deildir vegna námskeiða sem samið er um að þær bjóði fram sem hluta af þverfaglegu námi í siðfræði einkum til meistaraprófs
  • að treysta samvinnu milli deilda í þágu þverfaglegs náms og efla skilning á þeim hagsmunum sem náminu tengjast
  • að sinna ýmsum verkefnum sem tengjast þróunarstarfi
  • að gangast fyrir námskeiðum, ráðstefnum og fyrirlestrum um siðfræði

Fjárhagur

Siðfræðistofnun heyrir nú undir Hugvísindasvið og fær rekstrarfé frá sviðinu. Einnig er mikilvægur hluti fjárhags stofnunarinnar sjálfsaflafé, þ.e. styrkir til sérstakra verkefna, svo sem til bókaútgáfu og ráðstefnuhalds.

Velunnarar

Stofnunin hefur á skrá velunnara og telur sá hópur nú um 400 manns. Velunnarar fá sent fréttabréf með upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar, svo sem málþing, námskeið, fyrirlestra og fleira. Engin fjárútlát eða aðrar kvaðir fylgja því að vera velunnari. Skráning velunnara getur farið fram með tölvupósti til siðfræðistofnunar á netfangið jbp3@hi.is

Stjórn

Stjórn Siðfræðistofnunar skipa þau Vilhjálmur Árnason, prófessor, tilnefndur af námsbraut í heimspeki, Sólveig Anna Bóasdóttir, tilnefnd af guðfræðideild, séra Elínborg Sturludóttir, tilnefnd af kirkjuráði þjóðkirkjunnar, Ástríður Stefánsdóttir, dósent, tilnefnd af Menntavísindasviði Haraldur Briem, læknir, skipaður af forseta Hugvísindasviðs án tilnefningar.

Staðsetning

Sæmundargata 2
101 Reykjavík
Gimli, 3. hæð
Sími: 525-4195
Netfang: path@hi.is

Skrifstofan er að jafnaði opin virka daga klukkan 9:00-17:00.

Nánari upplýsingar um stofnunina fást hjá stjórnarformanni Siðfræðistofnunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is