Siðfræðistofnun stóð fyrir viðburði um loftslagsmál laugardaginn 3. september. kl 15:00-16:00 í Norrænahúsinu. Viðburðurinn var liður af dagskrá Fundar fólksins 2.-3. september
Loftslagsbreytingar eru óumdeilanlega eitt stærsta vandamál samtímans. Hvað getum við gert til að draga úr breytingunum og hvað vilja ungmenni að fullorðnir geri í málunum? Það er réttur barna að taka við jörðinni í jafngóðu ástandi eða betra en foreldrar þeirra gerðu.
Á fundinum voru ungmenni (12 - 18 ára) boðin velkomin til að ræða þessi mál í þeim tilgangi að benda á lausnir sem þau geta sætt sig við.
Nánari upplýsingar um Fund fólksins www.fundurfolksins.is
Ljósmyndir frá viðburðinum má skoða hér