Upptökur frá heimspekispjalli að tilefni útgáfu bókarinnar "Merking og tilgangur" eftir Pál Skúlason

 

Fimmtudagurinn 19. nóvember  2015 var UNESCO dagur heimspekinnar. Þann dag í Hannesarholti kl. 20:00 var haldinn fögnuður í tilefni af útkomu síðustu bókar Páls Skúlasonar, Merking og tilgangur, sem hann lauk við skömmu fyrir andlát sitt vorið 2015.

Björn Þorsteinsson, Salvör Nordal, Henry Alexander og Skúli Skúlason fluttu stuttar hugleiðingar um þá heilsteyptu kenningu um veruleikann sem Páll setur fram í verkinu um stöðu okkar í heiminum og samspil merkingar og tilgangs.

Ævar Kjartansson las einnig upp úr verkinu.

 

Salvör Nordal - Inngangsorð

 

Björn Þorsteinsson - Merkingarhyggja Páls Skúlasonar í verkinu Merking og tilgangur

 

Henry Alexander Henrysson - Tilgangshyggja Páls Skúlasonar í verkinu Merking og tilgangur

 

Skúli Skúlason - Heimspeki Páls Skúlasonar og náttúruvísindin

 

Ævar Kjartansson - Upplestur úr verkinu Merking og tilgangur efir Pál Skúlason

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is