Upptökur frá heimspekispjallinu "Lýðræðisleg ábyrgð og stjórnsýslan

 

Siðfræðistofnun efndi til heimspekispjalls undir forskriftinni "Lýðræðisleg ábyrgð og stjórnsýslan" í Hannesarholti kl 20:00 mánudaginn 19. október.

Í kjölfar Lekamálsins, svonefnda, lét forsætisráðherra þau orð falla að öll þjóðin þyrfti að draga lærdóma af málinu. Hverjir gætu þeir lærdómar verið? Á fundinum var sjónum beint að samspili lýðræðis, stjórnmála og stjórnsýslu að þessu leyti. Hvaða ramma setja lögin? Er þörf á bættu siðferði þeirra sem fara með valdið? Hvaða leiðir á að fara? Hvaða meginatriði gilda í eftirliti með valdhöfum og hvaða leiðum búum við yfir til þess að draga stjórnvöld til ábyrgðar?

Fundurinn var haldinn á vegum rannsóknarverkefnisins, Hvað einkennir íslenskt lýðræði?

 

Vilhjálmur Árnason  - Lýðræðisleg ábyrgð og stjórnsýslan

 

 Tryggvi Gunnarsson - Lýðræðisleg ábyrgð og stjórnsýslan

 

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir - Hvað má læra af lekamálinu?

 

Umræður

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is