Upptökur frá málþinginu "Hugsmíðar: lýðræði, frelsi og réttlæti"

 

Mánudaginn 26. janúar, var málþingið "Hugsmíðar: lýðræði, frelsi og réttlæti" haldið í Hannesarholti

Tilefni málþingsins var útgáfa bókar Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki, sem nefnist Hugsmíðar. Í bókinni reifar Vilhjálmur hugmyndir sínar um brýnustu verkefni siðfræði og stjórnmálaheimspeki samtímans þar sem spurningar um einstaklingsfrelsi og félagslegt réttlæti eru í fyrirrúmi. Viðfangsefnin eru sprottin úr íslensku samfélagi og færir höfundur rök fyrir því að við séum langt frá því að tileinka okkur vandaða stjórnsiði.

Á málþinginu fluttu þau Bryndís Valsdóttir, Geir Sigurðsson og Þorgeir Tryggvason erindi um efni bókarinnar. Auk þess lögðu þau spurningar fyrir Vilhjálm um efni bókarinnar.

Verkefni Vilhjálms: Erindi siðfræðinnar við samfélagið - Þorgeir Tryggvason

 

Viðbrögð við fyrirlestri Þorgeirs Tryggvasonar - Vilhjálmur Árnason

 

Bryndis Valsdóttir

 

Viðbrögð við fyrirlestri Bryndísar Valsdóttur - Vilhjálmur Árnason

 

Af vilhjálmskri siðfræði: leikreglur, lífsgildi og eðli siðrænnar skynsemi - Geir Sigurðsson

 

Viðbrögð við fyrirlestri Geirs Sigurðssonar - Vilhjálmur Árnason

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is