Staður: Háskóli Íslands, stofa 101 í Odda. Tími: 29. apríl 2017
Ráðstefna var haldin við Háskóla Íslands um heimspekileg viðfangsefni Kristjáns Kristjánssonar prófessors við Háskólann í Birmingham þann 29. apríl 2017. Fjallað var um ólíka þætti í heimspeki Kristjáns, efni sem tengjast henni eða efni í siðfræði eins og fagmennsku eða siðfræði menntunar.
Hér má hlust á upptökur af öllum fyrirlestrum ráðstefnunnar:
Tom Harrison - The Development Work of the Julbilee Centre and its Philosophical Underpinnings
Kristján Kristjánsson - Vegleysur og brýr: Heimspekivinna frá 2012 og tenging við eldri verk
Sigurður Kristinsson - Hvernig býr dygðasiðfræði hjúkrunarnema undir persónumiðaða umönnun?
Kolbrún Pálsdóttir - Á óformlegt nám erindi inn í skóla? Um mikilvægi siðferðis- og skapgerðarmenntunar
Ingimar Ólafsson Waage - Myndlist og mannkostamenntun: Heimspeki Kristjáns Kristjánssonar að verki í skólastofunni
Guðmundur Sæmundsson - Siðfræði íþrótta
Huginn Freyr Þorsteinsson - Hverskonar afleiðingar skipta máli?
Atli Harðarson - Διαστρέφει γὰρ ἡ μοχθηρία: Um hyggindi, dygð og breyskleika í Siðfræði Níkomakkosar
Kristian Guttesen - Aristótelísk mannkostamenntun – hvað er það?
Eiríkur Smári Sigurðarson - Aristótelísk skapgerðamennt og líkamlegar erfðir
Guðmundur Heiðar Frímannsson - Skapgerðarmennt og borgaramenntun: Hvert er samhengið?
Kristján Kristjánsson - Viðbrögð og samantekt