Upptökur í tengslum við NERRI-verkefnið

 

Málþingið "Taugaefling og mörk mennskunnar" 15. nóvember 2014

Þann 15. nóvember 2014 stóð Siðfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir opnu málþingi undir yfirskriftinni „Taugaefling og mörk mennskunnar“. Viðfangsefni málþingsins var rannsóknir og hugmyndir sem hverfast um að efla starfsemi heilans og taugakerfisins (neurological enhancement). Með útkomu nýrrar tækni bæði á sviði lyfja og annarra inngripa hafa spurningar um það hvort og þá hvernig æskilegt sé að hafa áhrif á starfsemi heilans orðið áleitnari.  

Á málþinginu var fjallað um þessar spurningar. Þátttakendur á málþinginu voru m.a. þau María K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur, Hermann Stefánsson,  rithöfundur, Magnús Jóhannsson, sálfræðingur, Kristinn Rúnar Þórisson, framkvæmdastjóri Vitvélastofnunar, og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar.

Hér má hlusta á hljóðupptökur af fyrirlestrum málþingsins.

 

Rannsóknarverkefnið NERRI og Taugaefling - Salvör Nordal

 

Heilahreysti - María K. Jónsdóttir

 

Er rétt að búa til ofurmenni? - Hermann Stefánsson

 

Er hugræn efling með lyfjum forsvaranleg í heilbrigðum einstaklingum? - Magnús Jóhannson

 

Starfsemi vitvélastofnunar Íslands og gervigreind - Kristinn R. Þórisson

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is