Vilhjálmur Árnason - Hugsmíðar. Um siðferði stjórnmál og samfélag

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hugsmíðar eru safn ritgerða eftir Vilhjálm Árnason, prófessor í heimspeki, á mörkum siðfræði og stjórnmálaheimspeki. Vilhjálmur reifar hugmyndir sínar um brýnustu verkefni siðfræðinnar á okkar tímum, ræðir um vanda og verkefni lýðræðisins og greinir nokkur siðferðileg úrlausnarefni samtímans þar sem spurningar um einstaklingsfrelsi og félagslegt réttlæti eru í fyrirúmi. Flest viðfangsefnin eru sprottin úr íslensku samfélagi og höfundur færir rök fyrir því að við séum langt frá því að tileinka okkur vandaða stjórnsiði.

Meðal umfjöllunarefna bókarinnar eru:

  • Listin að lifa að fornu og nýju
  • Veikleikar íslensks lýðræðis í aðdraganda og eftirmálum hrunsins
  • Hlutverk fræðimanna í samfélagsumræðu
  • Erfðarannsóknir, lífpólitík og vísindaleg borgaravitund
  • Réttur til afskipta af fíkniefnaneyslu ungmenna
  • Frelsi fólks til að eignast börn
  • Réttlát heilbrigðisstefna
  • Ranglátt fiskveiðikerfi

Bókin er gefin út af Háskólaútgáfunni og Siðfræðistofnun.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is