Siðfræðistofnun

Stofnunin  er rannsóknar-, fræðslu- og þjónustustofnun og er meðal annars vettvangur þverfaglegs samstarfs á sviði siðfræði. Siðfræðin teygir anga sína um alla kima þjóðfélagsins og er mikilvægur þáttur í þeirri heimsmynd sem við búum við. 

Siðfræðistofnun veitir umsagnir um stjórnarfrumvörp, er leiðbeinandi ráðgjafi til fyrirtækja og stofnanna og vinnur með starfsstéttum að siðareglum. 

Stofnunin var sett á fót að frumkvæði Páls Skúlasonar, (f.1945-d.2015) prófessor í heimspeki. Hann hóf störf við Háskóla Íslands árið 1971 og byggði upp heimspekikennslu við Háskóla Íslands ásamt þeim Þorsteini Gylfasyni og Mikael M. Karlssyni.

 

Image
Aðalbygging Háskóla Íslands í haustlegu umhverfi