Íslenskt lýðræði: Starfsvenjur, gildi og skilningur

Kastljósinu er beint að starfsháttum og stefnumótun í stjórnmálum og færð rök fyrir því að brýnt sé að styrkja lýðræðislegar stofnanir og bæta stjórnsiði í ljósi hugmynda rökræðulýðræðis.

Í bókinni fléttast saman heimspekileg hugtakagreining, sagnfræðileg rýni og félagsvísindalegar athuganir.

Þessi aðferð, ásamt því að skoða lýðræði út frá vinnubrögðum og stjórnsiðum fremur en þátttöku borgaranna, er nýmæli í rannsóknum á íslensku lýðræði eftir hrun.

Ritstjórar: Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henryson

Útgáfuár: 2019 | Blaðsíðufjöldi: 308 | ISBN: 9789935231925

Image
Íslenskt lýðræði, bókarkápa