Ársfundur Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands fer fram föstudaginn 14. janúar kl. 14:00-16:00.
Fundinum fer fram á netinu og verður í opnu streymi (sjá hér).
Yfirskrift fundarins er: Frelsi, lögmæti, réttlæti: Um skyldur og rétt til bólusetningar
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður, gerir grein fyrir starfsemi stofnunarinnar 2021 og verkefnum framundan.
Að lokinni framsögu stjórnarformanns verða flutt erindi um siðferðileg og lagaleg álitaefni sem tengjast bólusetningum vegna Covid-19. Til skoðunar verða sjónarmið um einstaklingsfrelsi, heimildir og skyldur stjórnvalda til íþyngjandi aðgerða, sem og spurningar um sanngjarnt aðgengi að bóluefnum á heimsvísu. Loks fara fram pallborðsumræður um efnið.
Frummælendur verða:
Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands
Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Henry Alexander Henrysson, heimspekingur í stjórn Siðfræðistofnunar
Í pallborði verða, auk frummælenda, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður og Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður. Umræðum stýrir Páll Rafnar Þorsteinsson starfsmaður Siðfræðistofnunar.
Dagskrá:
14:00 – 14:25 Ársskýrsla stjórnarformanns
14:30 – 15:15 Erindi um siðfræði og bólusetningar
15:15 – 16:00 Pallborðsumræður
Hægt verður að fylgjast með beinu streymi frá fundinum með því að smella á slóðina: https://livestream.com/hi/arsfundursidraedistofnunar