Útgáfa

Útgáfa

Árangur af rannsóknarstarfi og ráðstefnuhaldi á vegum Siðfræðistofnunar hefur meðal annar komið fram í öflugri bókaútgáfu.

Stofnunin hefur gefið út í samvinnu við Heimspekistofnun ritröðina Hugsað með, sem er tileinkuð íslenskum og erlendum heimspekingum.

Stofnunin hefur einnig staðið að útgáfu að ritröðinni Siðfræði og samtími. Ritröðinni er ætlað að vera vettvangur fyrir umræðu um brýn siðferðileg álitamál í samtíma okkar. Ritröðin er styrkt af Kristnihátíðarsjóði.

Þá hefur stofnunin komið að útgáfu á almennum og þýddum bókum úr heimi heimspekinnar. 

Eldri útgáfa

 • 2000 Siðferðileg álitamál eftir Salvöru Nordal
 • 2000 Hvers er siðfræðin megnug, ritstjóri Jón Á. Kalmansson
 • 1998 Umhverfing eftir Pál Skúlason
 • 1997 Stefnur og straumar í siðfræði eftir James Rachels (í þýðingu Jóns Á Kalmanssonar)
 • 1997 Fjölskyldan og réttlætið, ritstjórar Jón Á. Kalmansson, Magnús D. Baldursson og Sigríður Þorgeirsdóttir
 • 1997 Broddflugur eftir Vilhjálm Árnason
 • 1996 Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor Frankl (í þýðingu Hólmfríðar K. Gunnarsdóttur)
 • 1995 Siðferði og stjórnmál, ritstjóri Jón Kalmansson
 • 1994 Náttúrusýn, ritstjórar Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Árnason
 • 1993 Siðfræði lífs og dauða eftir Vilhjálm Árnason
 • 1993 Erindi siðfræðinnar, ritstjóri Róbert H. Haraldsson
 • 1992 Siðfræðileg álitsgerð um skilgreiningu dauða og brottnám líffæra eftir Björn Björnsson og fleiri
 • 1992 Þroskakostir eftir Kristján Kristjánsson
 • 1991 Sjö siðfræðilestrar eftir Pál Skúlason
 • 1991 Siðareglur eftir Sigurð Kristinsson
 • 1990 Siðfræði eftir Pál Skúlason