Siðareglur starfstétta
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hefur beitt sér fyrir því að starfsgreinar setji sér siðareglur og hefur veitt aðstoð við samningu þeirra.
Fjöldamörg íslensk stéttarfélög, sem og félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki, hafa nú komið sér upp siðareglum.
Veigamikinn þátt í þessu eiga eflaust umræður sem sprottið hafa um siðferði í meðferð upplýsinga og rafrænna gagna.
Sigurður Kristinsson heimspekingur skrifaði bókina Siðareglur, sem Siðfræðistofnun gaf út árið 1991, sem innihélt á annan tug siðareglna starfsgreina og stétta.
Þegar ráðist var í að safna siðareglum saman upp á nýtt í tilefni af Íslenska heimspekivefnum kom í ljós að tugir höfðu bæst við.
Öll eigum við einhversstaðar innra með okkur siðareglur.
Þegar við hneykslumst á einhverju athæfi eða fyllumst réttlætiskennd þá er það vegna þess að farið hefur verið út fyrir þau mörk sem siðareglurnar setja okkur, hvort sem þær eru meðvitaðar eða ekki.
Þrátt fyrir að slíkar reglur séu hvergi til á prenti og séu misjafnar eftir einstaklingum og þjóðfélögum þá eru þær samt til staðar.
Spurninguna má umorða svona:
Hvers vegna finnst mörgum sem starfa í stéttarfélögum og félagsmálum að hópar eigi að setja reglur sínar niður á blað?
Svarið kann að vera eitthvað á þá leið:
Í nútímasamfélagi er flæði upplýsinga slíkt, og samskipti einstaklinga svo margbrotin og flókin (þú hefur sennilega hitt fleira fólk á einni viku en miðaldabóndi gerði á allri ævi sinni), að brjóstvitið dugar stundum ekki til.
Ekki síst á þetta við í atvinnulífinu þar sem sífellt meiri kröfur eru gerðar um hraða, nákvæmni og sérhæfingu.
Við þörfnumst ekki prentaðra siðareglna í vinahópi okkar eða fjölskyldu, en í starfi geta þær verði alveg nauðsynlegar, eins og fordæmi stétta á borð við lækna og lögreglumanna sýna glöggt.
Læknar hafa haft siðreglur síðan í fornöld, enda hefur starf þeirra alltaf falið í sér mikla ábyrgð sem kallaði á þeir gætu dregið skýrar línur í samskiptum sínum við þann fjölda kröfuharðs fólks sem þeir þurftu að sinna.
Það má segja að ábyrgð af þessu tagi hvíli nú í auknum mæli á okkur öllum.
Hér getur að líta þær siðareglur sem finna má á vefnum, en þær eru mun fleiri þegar allt er talið.
- Siðareglur arkítekta
- Siðareglur áfengis- og vímuráðgjafa
- Siðareglur Blaðamannafélags Íslands
- Siðareglur Dýralæknafélags Íslands
- Siðareglur félagsliða
- Siðareglur félagsráðgjafa
- Siðareglur fótaaðgerðafræðinga
- Siðareglur fasteigna-, fyrirtæka- og skipasala
- Siðareglur geislafræðinga
- Siðareglur hjúkrunarfræðinga
- Siðareglur HÍ
- Siðareglur iðjuþjálfa
- Siðareglur íslenskra útfarastjóra
- Siðareglur kennara
- Siðareglur lífeindafræðinga
- Siðareglur ljósmæðra
- Siðareglur lækna
- Siðareglur læknaritara
- Siðareglur lyfjafræðinga
- Siðareglur lögmanna
- Siðareglur lögreglu
- Siðareglur náms- og starfsráðgjafa
- Siðareglur næringarfræðinga og –ráðgjafa
- Siðareglur presta
- Siðareglur Sagnfræðingafélags Íslands
- Siðareglur sálfræðinga
- Siðareglur sjúkraliða
- Siðareglur sjúkranuddara
- Siðareglur sjúkraþjálfara
- Siðareglur skjalavarða
- Siðareglur tannlækna
- Siðareglur þroskaþjálfa