Nám í siðfræði

Image

Meistaranám í hagnýtri siðfræði

Hjá Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands er í boði 90 e meistaranám í siðfræði sem er opið fyrir alla þá sem lokið hafa háskólaprófi. 

60 einingar eru teknar í námskeiðum og nemandi skrifar 30 eininga lokaritgerð á kjörsviði 

Meistaranám í hagnýtri siðfræði er góð viðbót við allt grunnnám. Siðfræðin tengist rannsóknum og  nýsköpun á öllum sviðum mannlífsins. 

Viðbótardiplómanám í gagnrýnni hugsun og siðfræði

Diplómanám í gagnrýninni hugsun og siðfræði er 30 einingar og veitir nemendum hagnýta þjálfun í gagnrýninni hugsun og tækifæri til að efla siðferðilega dómgreind sína.

Doktorsnám í hagnýtri siðfræði 

Doktorsnám í hagnýtri siðfræði er þriggja ára alþjóðlegt, rannsóknatengt framhaldsnám.

Markmið doktorsnáms í hagnýtri siðfræði er að veita doktorsnemum sem besta og víðtækasta vísindalega þjálfun og undirbúning undir vísindastörf á fræðasviði sínu, t.d. háskólakennslu eða sérfræðistörf hjá rannsóknastofnun. 

Þjálfunin tekur mið af bakgrunni hvers nemanda og því fræðasviði sem hann vill sérhæfa sig á.