Þjónusta

Félög, stofnanir eða fyrirtæki sem hafa hug á að nýta sér þjónustu Siðfræðistofnunar geta leitað upplýsinga á skrifstofu hennar. Einnig má senda inn beiðni um fyrirlestur eða námskeið með tölvupósti á netfang: path@hi.is, tilgreinið nafn, síma eða netfang og takið fram hvaða efni þið hafið í huga.
 

Námskeið og fyrirlestrar

Fagfélög, samtök og stofnanir geta leitað til Siðfræðistofnunar um fyrirlestra, fræðsluerindi og námskeið um ýmis siðfræðileg efni.

 

Ráðgjöf

Siðfræðistofnun veitir fyrirtækjum, fagfélögum og starfsgreinum ráðgjöf, til dæmis um skráningu siðareglna. Einnig veitir stofnunin umsagnir, til dæmis um lagafrumvörp fyrir ráðuneyti og nefndir Alþingis.

 

Skipun í nefndir og ráð

Samtök og stofnanir geta farið þess á leit við Siðfræðistofnun að hún tilnefni menn til setu í nefndum, starfshópum og ráðum sem fjalla eiga um siðferðileg málefni. Oft er hér um að ræða beiðnir frá fagfélögum sem manna vilja siðanefndir sínar eða ráðuneytum og öðrum opinberum stofnunum sem setja vilja á fót ýmiskonar starfshópa og ráð.

 

Hér má finna tilnefnda fulltrúa Siðfræðistofnunar

Siðfræðistofnun hefur veitt umsagnir um lagafrumvörp fyrir ráðuneyti og nefndir Alþingis.

Hér má finna þær umsagnir sem stofnunin hefur gefið út.