Ársfundur Siðfræðistofnunar 2020
Ársfundur Siðfræðistofnunar 2020 fór fram föstudaginn 15. Janúar, í beinu streymi á öldum ljósvakans.
Að lokinni ársskýrslu stjórnarformanns fór fram kynning á niðurstöðum rannsóknarverkefnisins Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var unnið undir leiðsögn Eyju Margrétar Brynjarsdóttur, prófessors í heimspeki, Finns Dellsén, dósents í heimspeki og Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki.
Frummælendur og höfundar skýrslunnar eru heimspekinemarnir: Ásthildur Gyða Garðarsdóttir, Hörður Brynjar Halldórsson, Victor Karl Magnússon ogVígdís Hafliðadóttir.
Í kjölfar kynningarinnar fóru fram pallborðsumræður um efni skýrslunnar. Í pallborði voru, auk leiðbeinanda verkefnisins, Ástríður Stefánsdóttir, dósent í hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands og Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki og stjórnarformaður Siðfræðistofnunar, stýrði umræðum.
Hægt er að nálgast upptökur frá ársfundinum með því að smella á þennan hlekk.