Header Paragraph

Frelsi, lögmæti, réttlæti: Um skyldur og rétt til bólusetningar - Ársfundur 2021

Image

Ársfundur Siðfræðistofnunar 2021 fór fram föstudaginn 14. janúar 2022. Yfirskrift fundarinns var að þessu sinni: Frelsi, lögmæti réttlæti: Um skyldur og rétt til bólusetningar. En að venju var hefðbundnum aðalfundarstörfum fléttað saman við málstofu um málefni sem hefur verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni.

Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður, gerði grein fyrir starfsemi stofnunarinnar 2021 og verkefnum framundan. Að lokinni framsögu stjórnarformanns voru flutt þrjú erindi um siðferðileg og lagaleg álitaefni sem tengjast bólusetningum vegna Covid-19. Einkum var rýnt í sjónarmið um einstaklingsfrelsi, heimildir og skyldur stjórnvalda til íþyngjandi aðgerða, sem og spurningar um sanngjarnt aðgengi að bóluefnum á heimsvísu. Að því búnu fóru fram pallborðsumræður um efnið. Fundurinn fór alfarið fram í opnu streymi á netinu en hægt er að sjá upptökur af ársskýrslu, erindum og pallborðsumræðum með því að smella á hlekkinn neðar á síðunni.

Frummælendur voru:
Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands 
Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Henry Alexander Henrysson, heimspekingur í stjórn Siðfræðistofnunar 

Í pallborði sátu, auk frummælenda, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður og Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður. Umræðum stýrði Páll Rafnar Þorsteinsson starfsmaður Siðfræðistofnunar.

Hér má finna upptökur frá ársfundinum.