Gildismat og börn í neyslusamfélagi

Siðfræðistofnun fékk árið 2004 styrk frá Kristnihátíðarsjóði til að stofna samstarfsnet aðila sem vinna að rannsóknum sem tengjast börnum. Haldnir voru nokkrir fundir í Skálholti þar sem samstarfsaðilar kynntu rannsóknir sínar á sviðinu. Siðfræðistofnun skapaði þannig mikilvægan vettvang fyrir fræðimenn og þá sem vinna að hagsmunum barna að skiptast á skoðunum.

Í tengslum við verkefnið gaf Siðfræðistofnun út greinasafnið, Velferð barna: Gildismat og ábyrgð samfélaga, en hún birtist í ritröðinni Siðfræði og samtími.

Velferð barna: Gildismat og ábyrgð samfélagaVelferð barna

Í bókinni fjalla þrettán höfundar á sviði félagsráðgjafar, guðfræði, heimspeki, næringarfræði, sálfræði og uppeldisfræði um siðferðileg álitamál tengd börnum og skilyrði þess að þeim geti farnast vel. Í brennidepli er ráðandi gildismat í neyslusamfélagi nútímans og áhrif þess á velferð barna. Rætt er um foreldrahlutverkið, merkingu og gildi frelsis í uppeldi barna og um þá ábyrgð sem við berum sameiginlega á uppeldisskilyrðum þeirra og hvernig þau mótast. Jafnframt er hugað að réttindum barna og líkamlegri og andlegri næringu þeirra. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ritar inngangsorð.

Ritstjórar: Salvör Nordal, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason

Útgáfuár: 2011 | Blaðsíðufjöldi: 181 | ISBN:  978-9979-54-895-9 | Verð: 3.510 kr.

Velferð barna