Hugsað með Mill

Þess var víða minnst árið 2006 að tvöhundruð ár voru liðin frá fæðingu heimspekingsins Johns Stuart Mill.

Íslenskir heimspekingar minntust afmælisins með málþingum bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Í Hugsað með Mill er að finna 10 ritgerðir sem byggðar eru á erindum sem haldin voru á málþingunum.

Óhætt er að fullyrða að Mill hafi haft mikil áhrif á íslenska heimspeki og stjórnmálaumræðu hér á landi. Þegar á 19. öld var Mill lesinn af forystumönnum íslensks samfélags og verk hans kynnt íslenskum lesendum.

Í Hugsað með Mill er meðal annars að finna greinar um efni þessara bóka og eru höfundar þau:

  • Guðmundur Heiðar Frímannsson
  • Gunnar Harðarson
  • Kristján Kristjánsson
  • Mikael M. Karlsson
  • Róbert H. Haraldsson
  • Salvör Nordal
  • Sigríður Þorgeirsdóttir
  • Sigurður Kristinsson
  • Svavar Hrafn Svavarsson
  • Vilhjálmur Árnason

Ritstjórar: Salvör Nordal, Róbert H. Haraldsson og Vilhjálmur Árnason

Útgáfuár: 2007 | Blaðsíðufjöldi: 166 | ISBN: 9979547723

Image
Stuart Mill