Hugsað með Platoni

Sagt hefur verið um evrópska heimspeki að hún væri runa af neðanmálsgreinum við Platon.

Íslenskir heimspekingar hafa lagt sitt af mörkum til þassara neðanmálsgreina, bæði með glímu sinni við þau viðfangsefni sem Platon gerði heimspekileg og með glímu sinni við Platon sjálfan.

Þetta rit hefur að geyma 14 ritgerðir um verk Platons, viðfangsefni og áhrif.

Flest frægustu verk hans ber á góma, allt frá Málsvörninni og Ríkinu til Laganna.

Fyrsta ritgerðin er sérstök, eftir Grím Thomsen, samin 1897. Hann býður lesendum upp á túlkun sína, byggða á lestri grískra frumtexta, eða kjarnyrtu og háfleygu málfari.

Aðrir höfundar eru:

 • Svavar Hrafn Svarvarson
 • Björn Þorsteinsson
 • Eiríkur Smári Sigurðarson
 • Eyja Margrét Brynjarsdóttir
 • Eyjólfur Kjalar Emilsson
 • Guðmundur Heiðar Frímannsson
 • Gunnar Harðarson
 • Henry Alexander Henrysson
 • Páll Skúlason
 • Róbert H. Haraldsson
 • Róbert Jack
 • Sigríður Þorgeirsdóttir
 • Svavar Hrafn Svavarsson
 • Vilhjálmur Árnason

Ritstjóri: Svavar Hrafn Svavarson

Útgáfuár: 2014 | Blaðsíðufjöldi: 250 | ISBN: 9935230252

Image
Stytta af heimspekingnum Platon