NERRI - Neuro enhancement: Responsible Research and Innovation
Siðfræðistofnun tók þátt í rannsóknarverkefninu NERRI (Neuro enhancement: Responsible Research and Innovation) sem hlaut styrk úr sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins.
Verkefnið beinir sjónum sínum að rannsóknum og lækningum sem miða að því að hafa áhrif á heila- og taugakerfi mannsins.
Markmið verkefnisins var einkum að efna til samfélagslegrar umræðu, að virkja þá sem þróa nýjar aðferðir til lækninga á þessu sviði til samræðu við notendur slíkrar þjónustu, eftirlitstofnanir rannsókna og almenning. Þá var lagt upp með að móta tillögur um þann siðferðilega ramma sem slíkar rannsóknir eiga að taka mið af og tekin afstaða til þess hvort sérstakar reglur eigi að gilda um rannsóknir á sviði heila- og taugakerfisins.
Niðurstöður verkefnisins ættu því að koma þeim sem móta stefnu á þessu sviði að miklu gagni.
Um 18 stofnanir í 11 Evrópulöndum taka þátt í verkefninu sem fékk styrk upp á rúmar 3 milljónir evra. Af þeirri upphæð koma 143 þúsund evra í hlut Siðfræðistofnunar.
Verkefnið sem fékk styrk til þriggja ára hófst 1. mars 2013.
Fræðast má nánar um NERRI á facebook og eins má fylgjast með verkefninu á Twitter.