Persónuvernd í upplýsingasamfélagi

  • Hvernig fylgjast fyrirtæki og stofnanir með starfsmönnum sínum?
  • Hvaða áhrif hefur aukið rafrænt eftirlit á afköst og vinnugleði fólks?
  • Hver hefur aðgang að viðkvæmum heilbrigðisupplýsingum?
  • Hvernig getur löggjafinn tryggt persónulegar upplýsingar í gagnagrunnum?

Í bókinni er meðal annars fjallað um þessar spurningar og reynt að draga upp mynd af möguleikum eftirlits í íslensku samfélagi og sýna hvers konar persónuupplýsingum er safnað.

Hér er meðal annars að finna greinar um:

  • hugtakið persónuvernd
  • notkun lífsýna á vinnustöðum
  • rafrænt eftirlit á vinnumarkaði
  • eftirlits-myndavélar á götum úti

Þá er fjallað sérstaklega um notkun gagnagrunna í heilbrigðisrann-sóknum og rætt um hvernig tryggja megi öryggi upplýsinga út frá lögum um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði.

Höfundar greina í bókinni eru:

  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur
  • Margrét Lilja Guðmundsdóttir, félagsfræðingur
  • Lára Rún Sigurvinsdóttir, félagsfræðingur
  • Ingunn Ólafsdóttir, stjórnmálafræðingur,
  • Hörður Helgason, lögfræðingur
  • Salvör Nordal, siðfræðingur

Ritstjóri: Salvör Nordal

Útgáfuár: 2008 | Blaðsíðufjöldi: 142 | ISBN: 978-9979-54-792-1

Image
Personuvernd í upplýsingasamfelagi, bókarkápa